Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Risaslagur í Sláturhúsinu
Miðvikudagur 5. desember 2007 kl. 09:35

Risaslagur í Sláturhúsinu

Sannkallaður risaslagur verður í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar toppliðin Keflavík og Haukar mætast í Sláturhúsinu í Keflavík kl. 19:15. Það lið sem fer með sigur af hólmi í kvöld mun eitt liða tylla sér á topp deildarinnar. Liðin hafa þegar mæst einu sinni í deildinni og þá fór leikurinn fram að Ásvöllum þar sem Keflavík hafði góðan 91-106 sigur á Haukum.

 

Bæði lið hafa 16 stig á toppi deildarinnar en Keflavík á einn leik til góða á Hauka. Bæði lið léku erfiða leiki í síðustu umferð þar sem Haukar mörðu eins stigs sigur á Val og Keflavík lá í framlengingu gegn Grindavík.

 

Hinn leikurinn í kvennaboltanum er viðureign nýliða Fjölnis og Hamars í Grafarvoginum kl. 19:15.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ [email protected] - Ingibjörg Elva og félagar í Keflavíkurliðnu mæta Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. Ingibjörg er fyrirliði Keflavíkurliðsins og hefur leikið frábærlega í fjarveru lykilmanna sem eru í barnsburðarleyfi eða í meiðslum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024