Risaslagur í Krikanum
Nú eftir örstutta stund hefs risaslagur Íslandsmeistara FH og Bikarmeistara Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 16:00 í Kaplakrika í Hafnarfirði og með sigri tekst Keflavík að saxa verulega á forskot Íslandsmeistaranna.
FH hafði sigur í fyrri leik liðanna í Keflavík, 2-1, þar sem Matthías Guðmundsson gerði sigurmark leiksins. Von er á mikilli baráttu í Krikanum í dag og ætti enginn boltaunnandi að láta sig vanta á leikinn.