Risaslagur í Keflavík í kvöld!
Tvö efstu liðin í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik mætast í kvöld í Toyotahöllinni. Þar taka Keflavíkurkonur á móti liði Hamars en þessi lið eru jöfn í efsta sæti deildarinnar með 12 stig. Liðin hafa bæði unnið sex leiki og eru enn ósigruð í deildinni á þessari keppnistíð. Leikurinn í kvöld sker því úr um hvort liðið tekur forystu í deildinni og verður eflaust gríðarleg barátta frá upphafi til enda. Flautað verður til leiks kl. 19:15.
Á sama tíma tekur Njarðvík á móti KR en Njarðvík hefur komið á óvart í deildinni og er í þriðja sæti með 8 stig. Grindavík heimsækir Snæfell og þarf á sigri að halda til að lyfta sér upp um sæti í botnbaráttu deildarinnar. Bæði liðin eru með 2 stig eftir sex umferðir.
VFmynd/Sölvi - Pálína Gunnlaugsdóttir og stöllur hennar í liði Keflavíkur standa í stórræðum í kvöld.