Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Risaslagur í Grindavík
Mánudagur 9. febrúar 2009 kl. 08:42

Risaslagur í Grindavík



Það verður örugglega hart barist í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar tvö efstu lið deildarinnar eigast við. KR-ingar sitja í efsta sæti deildarinnar og sækja Grindavík heim í kvöld, en Grindavík er í öðru sæti.  KR-ingar hafa verið á mikilli siglingu og unnið 16 leiki í röð. Spurningin er hvort heimamönnum tekst að stöðva þessa sigurgöngu.

Mjótt var á mununum í fyrri leik liðanna í vetur þegar KR-ingar mörðu sigur með aðeins tvegga stiga mun. Sú staðreynd gefur fyrirheit um gríðarlega spennu í leiknum í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024