Risaslagur í DHL-Höllinni
Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og þeirra stærstur verður viðureign nýliða KR og Grindavíkur í DHL-Höllinni kl. 20:00. Þetta verður í þriðja sinn sem Grindavík og KR mætast á þessari leiktíð og ljóst að heimavöllurinn skiptir töluverðu máli þar sem leikir liðanna hafa aðeins unnist á heimavöllum.
Keflavík mætir Hamri í Hveragerði kl. 19:15 en þrátt fyrir að hafa tapað fjórum útileikjum í röð eru Keflvíkingar enn á toppi deildarinnar. Hamar er við botninn en komu veruleg á óvart í fyrra þegar þær lögðu Keflavík á lokaspretti deildarkeppninnar. Annars eru Hamarskonur lítt öfundsverðar af því að mæta Keflavík í sárum sem datt út úr bikarnum á dögunum gegn Grindavík. Hamar hefur þó bætt við sig Evrópuleikmanni að nafni Iva Milevoj sem væntanlega mun leika sinn fyrsta leik fyrir Hamar í kvöld.
Þá mætast Fjölnir og Valur í Grafarvogi kl. 19:15 en Fjölnir er á botni deildarinnar og enn er fræðilegur möguleiki fyrir Valskonur að ná inn í úrslitakeppnina þar sem þær hafa 14 stig en Haukar 22 og Valur á leik til góða á Hauka. Langsóttur möguleiki fyrir Valskonur sem engu að síður hafa verið að leika gríðarlega vel að undanförnu.
19.15 ÍM Grafarvogi Fjölnir - Valur
19.15 Hveragerði Hamar - Keflavík
20.00 DHL-Höllin KR - UMFG
VF-Mynd/ [email protected] - Tiffany Roberson hefur gert alls 75 stig í tveimur leikjum gegn KR.