Risaleikur í körfuboltanum í kvöld
Það fer fram sankallaður stórleikur í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld en þá taka Íslendingar á móti gríðarsteku liði Serbíu í undankeppni Evrópukeppninnar.
Serbía er ein af sterkari körfuboltaþjóðum heimsins og ríkir þar mikil hefð fyrir íþróttinni. Margir þekktir leikmenn spila með liði Serbíu og meðal leikmanna þeirra er Milos Teodosic sem spilar með CSKA Moscow í Rússlandi en hann var valinn besti evrópski leikmaður ársins 2010. Þjálfari Serba, Dusan Ivkovic er talin goðsögn í körfuboltheiminum en hann er einn sigursælasti þjálfari Evrópu fyrr og síðar. Ivkovic hefur unnið allt sem hægt er með sínum félagsliðum og landsliði Júgóslavíu og seinna Serbíu á sínum ferli.
Körfuboltaunnendur á Suðurnesjum ættu því ekki að láta þennan leik framhjá sér fara en hann hefst klukkan 20:00. Einnig verður leikurinn sýndur á Ólympíurás Rúv.