Rimma í Reykjanesbæ
Fjórir leikir fara fram í Domnio´s deild kvenna í kvöld. Þar ber hæst að nefna leik Keflvíkinga og Njarðvíkinga sem fram fer í TM Höllinni við Sunnubraut. Liðin eru á sitt hvorum endanum í deildinni, Keflvíkingar á toppnum og Njarðvíkingar á botninum, en 14 stigum munar á liðunum.
Grindvíkingar taka svo á móti Hamar á heimavelli sínum Röstinni, en bæði lið eru um miðja deild.
Leikirnir hefjast klukkan 19:15.