Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rilany og Vivian áfram með Grindavík
Laugardagur 20. janúar 2018 kl. 06:00

Rilany og Vivian áfram með Grindavík

Brasilísku leikmenn Grindavíkur í knattspyrnu þær Rilany Aguiar Da Silva og Viviane Holzel Domingues, munu leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Þær léku báðar með liði Grindavíkur á síðasta ári en Rilany, sem leikur stöður bakvörðs og kantmanns, skoraði þrjú mörk fyrir liðið í fyrra. Hún kemur til Íslands í lok apríl eftir að verkefnum hennar með brasilíska landsliðinu lýkur.
Viviane gekk til liðs við Grindavík á miðju tímabili í fyrra og vakti frammistaða hennar í markinu mikla athygli. Hún kemur til Grindavíkur í lok febrúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024