„Reynum að ná sigri áður en tímabilið er úti“
Víðisstúlkur taka á móti Þrótti Reykjavík í 1. deild kvennaknattspyrnunnar á Garðsvelli kl. 20:00 í kvöld.
Víðisliðið er ungt og óreynt og situr um þessar mundir á botni deildarinnar án stiga. Liðið hóf keppni í meistaraflokki kvenna í fyrsta sinn í kringum 1984 og því um 20 ár síðan kvennalið keppti í meistaraflokki frá Garði.
Hrönn Edvinsdóttir, þjálfari Víðis, sér fram á bjartari tíma enda liðið á sínu fyrsta ári eftir 20 ára hvíld og margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.
„Ef stúlkurnar hjá okkur halda áfram að æfa þá á okkur örugglega eftir að ganga vel, það er vonandi að meistaraflokkurinn hjá Víði virkji hvetjandi á yngri stelpur sem eru að æfa knattspyrnu svo þær hafi að einhverju að stefna. Svo reynum við náttúrulega að ná sigri áður en leiktímabilið er úti,“ sagði Hrönn í samtali við Víkurfréttir í dag.
Eins og áður segir þá hefst leikurinn kl. 20:00 í kvöld og tilvalið að gera sér leið út á Garðskaga og fylgjast með þessu unga og efnilega liði.
Staðan í deildinni