Reynistap í fyrsta leik úrslitanna
Reynir tapaði gegn Leikni, 1-0, 8-liða úrslitum 3. deildar karla í knattspyrnu á Fáskrúðsfjarðarvelli um helgina. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu Reynismenn sterkir til leiks án þess þó að ná að skora og sigur Leiknis varð raunin en þeir skoruðu úr vítapsyrnu í síðari hálfleik.
Þetta var fyrri leikurinn af tveimur í 8-liða úrslitunum en síðari leikurinn fer fram á morgun kl. 17:30 á Sandgerðisvelli og þá kemur í ljós hvort liðið komist áfram í undanúrslit 3. deildar. Reynismenn verða að sigra með tveimur mörkum ætli þeir sér áfram.
Þetta var fyrri leikurinn af tveimur í 8-liða úrslitunum en síðari leikurinn fer fram á morgun kl. 17:30 á Sandgerðisvelli og þá kemur í ljós hvort liðið komist áfram í undanúrslit 3. deildar. Reynismenn verða að sigra með tveimur mörkum ætli þeir sér áfram.