Reynismenn úr leik í bikarnum
Reynismenn eru úr leik í bikarkeppni karla í fótbolta eftir 1-2 tap á heimavelli sínum gegn liði Vestra í gær. Í hálfleik leiddu Sandgerðingar 1-0 eftir að Sindri Lars Ómarsson hafði skorað undir lok hálfleiksins. Rétt eftir að flautað var aftur til leiks í síðari hálfleik höfðu gestirnir jafnað metin. Það var svo í uppbótartíma sem gestirnir stálu sigrinum með sigurmarki.