Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Reynismenn úr botnsætinu
Sunnudagur 13. janúar 2013 kl. 13:55

Reynismenn úr botnsætinu

Reynismenn gerðu góða ferð á Akranes þegar þeir báru sigur úr býtum gegn ÍA í 1. deild karla í körfubolta á föstudag. Lokatölur urðu 65-69 Sandgerðingum í vil. Hér að neðan má lesa umfjöllun af heimasíðu Reynis sem Sveinn Hans Gíslason skrifaði.

Fyrsti leikur á nýju ári í deildinni fór fram í kvöld upp á Akranesi.Leikur þessi bar þess merki að um mjög þýðingarmikinn leik var ð ræða fyrir bæði lið. Sigur kom sigurliðinu úr fallsæti. Leikurinn hófst þannig að ÍA átti frekar auðvelt með að fara í gegn um vörn Reynismanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

En smá saman þéttist vörnin og eftir frumkvæði ÍA snerist leikurinn og Reynismenn komust í bílstjórasætið. Léleg vítanýting heimamanna sá svo til þess að Reynir leiddi eftir fyrsta fjórðung 16-19.  Annar leikhluti hófst með því að vítanýting Reynismanna sá um að ÍA náði að komast yfir 23-20. En þá kom að þætti Eyþórs sem stal boltanum fjórum sinnum og varði tvö skot. Þetta kveikti í mönnum og kom mönnum í rétta gírinn fyrir hálfleik. 30-36 hálfleikstölur.

Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta. ÍA komst í 39-37 en 9 stig í röð frá Agli ,Fredda og Óla komu Reyni í 39-46. Lokatölur fyrir síðasta leikhluta 46-51.  Fjórði leikhluti hófst með því að ÍA minnkaði muninn stax í tvö stig 49-51. Síðan fóru stigin loks að detta hjá Gumma gun. 2 þristar og 3 víti eftir að brotið vr á honum í skoti lágu í valnum. Reggie sulaði 4 vítum og síðan í stöðunni 65-68 var komið að væntanlegum lögfræðing sem reyndist með stáltaugar. Bjarni nelgdi niður fyrra vítinu og tryggði Reyni sigurinn þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir.

Hér má sjá tölfræði úr leiknum.