Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:06

REYNISMENN UNNU OG NJARÐVÍK TAPAÐI

Reynismenn tóku Njarðvíkinga í rúminu síðasta föstudag og sigruðu þá örugglega 1-3 í Njarðvík og síðan Víkinga frá Ólafsvík 5-0 en þá skoraði Hafsteinn Þ. Friðriksson þrennu. GG menn réttu aðeins út kútnum og brenndu Brunamenn 4-0 en féllu 5-0 fyrir KFS. Þróttarar úr Vogum gerðu 2-2 jafntefli á Ólafsvík. Njarðvíkingar létu sér það ekki nægja að tapa gegn Reynismönnum heldur lágu einnig 2-1 gegn Bruna sem hefur eflaust sviðið sárt. Tveir leikir í vikunni Í kvöld fer annað toppliðið, Reynismenn, í heimsókn í Vogana en annað kvöld mætir KFS til Njarðvíkur. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024