Reynismenn unnu með 63 stigum
Reynismenn áttu svo sannarlega góðan leik þegar þeir tóku á móti liði Heklu í 2. deild karla í körfuknattleik síðastliðinn föstudag. Páll Kristinsson var sjóðandi heitur þetta kvöld og sigraði Reynir 105-42 en það myndi teljast gríðarlega öruggur sigur í körfubolta.
Eftir tæpar átta mínútur í öðrum fjórðung var staðan 41-19 þrátt fyrir að staðan að loknum fyrsta leikhluta hafi verið 39-10. Páll Kristinsson var á eldi þetta kvöld en hann setti 9 þrista í fyrsta fjórðungi úr 13 skotum. Staðan í hálfleik var svo 49-21 Reynismönnum í vil.
Þriðji leikhluti var frekar slakur en Reynismenn rifu sig upp í fjórða leikhluta og pressuðu menn Heklu seinustu 10 mínúturnar. Það varð Heklumönnum endanlega að falli og unnu Reynismenn eins og áður segir 105-42, yfir 60 stiga sigur og gerist það ekki oft í íslenskum körfubolta.
Yfirburða leikmaður Reynismanna var Páll Kristinsson með 38 stig, þar af 10 þrista úr 19 tilraunum. Ólafur Geir var með 14 stig, Elvar Sigurjónsson 12 stig, Helgi Már Guðbjartsson 12 stig og aðrir minna.
VF-Myndir/siggijóns
Páll Kristinsson var sjóðandi heitur fyrir utan þriggjastiga línuna.