Reynismenn töpuðu í vítaspyrnukeppni
Þróttur líka úr leik í bikarnum
32 liða úrslit í Borgunarbikar karla í knattspyrnu fóru í kvöld með nokkrum leikjum en Suðurnesjaliðin Reynir Sandgerði og Þróttur Vogum féllu bæði úr keppni að þessu sinni. Þróttarar máttu sætta sig við 2-0 sigur gegn Magna frá Grenivík. Spennan var öllu meiri hjá Sandgerðingum sem fór vestur og glímdu við BÍ/Bolungarvík.
Gunnar Wigelund kom Sandgerðingum yfir þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleik en heimamenn svöruðu fljótlega með tveimur mörkum. Björn I. Björnsson sem kom inná sem varamaður tryggði Sandgerðingum svo framlengingu með marki í blálokin. Aftur komust vestfirðingar yfir en Björn sá til þess að leikurinn færi í vítaspyrnukeppni með öðru marki sínu. Þar voru Reynismenn ekki alveg að finna sig og lokatölur urðu 6-4 eftir æsilegan leik.