Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn töpuðu fyrir austan
Mánudagur 26. ágúst 2013 kl. 12:17

Reynismenn töpuðu fyrir austan

Ekki tókst Sandgerðingum að krækja í stig á Egilsstöðum þegar þeir sóttu Hattarmenn heim í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Reynismenn komust yfir í leiknum þegar Hannes Kristinn Kristinsson skoraði eftir hálftíma leik. Heimamenn náðu að jafna fyrir hálfleik og komust svo yfir eftir klukkutíma leik.

Tvær vítaspyrnur gerðu svo út um leikinn undir lokin. Fyrst fengu Sandgerðingar vítaspyrnu sem Jóhann Magni Jóhannsson nýtti vel og jafnaði leikinn í 2-2. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu tveimur mínútum síðar og tryggðu sér sigur í leiknum. Sandgerðingar misstu líka mann af velli en Birgir Rafn Baldursson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur því 3-2 fyrir Hött.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024