Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Reynismenn stóðu sig vel á afmælisdeginum
Reynir fagnaði 85 ára afmæli í gær með sigri á Ægi í Þorlákshöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 16. september 2020 kl. 09:55

Reynismenn stóðu sig vel á afmælisdeginum

Reynir Sandgerði lék í gær gegn Ægi Þorlákshöfn í 3. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Þorlákshafnarvelli og það voru Reynismenn sem stóðu uppi sem sigurvegagarar á afmælisdegi félagsins en Reynir Sandgerði fagnaði 85 ára afmæli í gær.

Það var Fufura Barros sem skoraði fyrst fyrir Reynismenn á 9. mínútu en Ægir jafnaði þremur mínútum síðar (12').

Leikar stóðu ekki lengi jafnir því Ante Marcic kom Reyni aftur yfir á 14. mínútu og staðan í hálfleik var 1:2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í upphafi seinni hálfleik jöfnuðu Ægismenn leikinn aftur (48') en það var svo markahrókurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson sem tryggði Reyni sigurinn á 67. mínútu.

Eftir sextán leiki eru Reynismenn í öðru sæti 3. deildar karla með 35 stig en KV leiðir með 37 stig, næsta lið er tíu stigum á eftir Reyni svo útlitið er bjart hjá Reynismönnum og næsta víst að þeir leiki í 2. deild að ári.