Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn steinlágu fyrir Haukum
Sunnudagur 30. apríl 2017 kl. 20:13

Reynismenn steinlágu fyrir Haukum

Reynir fékk Hauka í heimsókn í blíðskaparveðri í Sangerði í dag.  Leikurinn var í Borgunarbikarkeppni karla.  Leikurinn fór rólega af stað en á 13. mínútu kom fyrsta markið og voru það Haukar sem náðu að koma boltanum yfir marklínuna.  Í hálfleik var staðan 1 - 0 fyrir Hauka.  Leiknum lauk svo með 4 - 0  sigri Hauka, mörkin þrjú í seinni hálfleik komu öll á 20 mínútu kafla frá 71 mínútu.   Hauka eru komnir áfram en Reynismenn sitja eftir með sárt ennið.  Tvö gul spjöld fóru á loft í leiknum eitt á hvort lið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024