Reynismenn sigruðu Skagamenn
Í 1. deildinni í körfuknattleik sigruðu Reynismenn lið ÍA 111-91 (61-54). ÍA byrjaði betur í leiknum en um leið og lærisveinar Jóns Guðbrandssonar fóru að taka sig á var aldrei spurning hvor megin sigurinn myndi lenda.Leikmenn Reynis voru að spila nokkuð vel en þess má geta að allir leikmenn liðsins náðu að skora. Leikurinn þótti nokkuð grófur á köflum og voru allir leikmenn Reynis með 3-4 villur enda var mikil barátta í þeim og greinilegt að Jón Guðbrandsson er að gera góða hluti með liðið. Bestu menn Reynis voru þeir Skúli Sigurðsson með 29 stig og Magnús Sigurðsson með 23 stig.