Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn sækja Kára heim á Akranes
Reynir Sandgerði er á góðri siglingu í 2. deildinni
Miðvikudagur 24. júní 2015 kl. 10:00

Reynismenn sækja Kára heim á Akranes

,,Sigur myndi slíta okkur aðeins frá þeim." -segir Rúnar Gissurarson markvörður liðsins

Reynismenn hafa verið á mikilli siglingu í 2. deild karla en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð og situr í 4. sæti deildarinnar með 10 stig. Í kvöld sækir liðið Kára heim á Akranes í leik sem skiptir bæði lið miklu máli innbyrðis þar sem þau eru jöfn að stigum  í 3. og 4. sætinu. Reynismenn hafa þó spilað einum leik minna en Kári og er því kjörið tækifæri fyrir Sandgerðinga að koma sér í góða stöðu með sigri.

Þjálfari Kára er goðsögnin Sigurður Jónsson sem að gerði garðinn frægan með liði ÍA á 10. áratug síðustu aldar og hefur liðið verið að spila vel undir hans stjórn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Siggi Jóns er búinn að fá marga flotta leikmenn til sín. Þeir eru með mjög gott lið og það verður erfitt að fara upp á Skaga og taka með sér þrjú stig heim en þetta verður án efa hörkuleikur sem leggst mjög vel í mig." -sagði Rúnar Gissurarson fyrirliði og markvörður Reynismanna í samtali við Víkurfréttir.

Rúnar var vel meðvitaður um mikilvægi leiksins fyrir bæði lið:

,,Sigur myndi slíta okkur aðeins frá þeim og það er nákvæmlega það sem við viljum."

Leikur Kára og Reynis fer fram í Akraneshöllinni í kvöld kl. 20.