Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn með stórsigur gegn Berserkjum
Laugardagur 23. maí 2015 kl. 15:11

Reynismenn með stórsigur gegn Berserkjum

Reynir Sandgerði var rétt í þessu að leggja Berserki í 2. umferð Íslandsmótsins í 3. deild karla en leikið var á Víkingsvelli. Lokatölur urðu 1-6 fyrir Reynismenn.

Reynir komst í 0-2 áður en flautað var til hálfleiks með mörkum frá Margeiri Felix Gústavssyni (9. mín) og Þorsteini Þorsteinssyni (43. mín). Mörkunum rigndi svo inn í síðari hálfleik þar sem Jóhann Magni Jóhannsson skoraði tvívegis (60. mín og 75. mín.), Margeir Felix skoraði sitt annað mark (79. mín.) og það var svo Sindri Lars Ómarsson sem rak smiðshöggið með marki á 88. mínútu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reynismenn lönduðu þar með sínum fyrstu stigum í sumar og sitja í 3. sæti deildarinnar þegar nokkrum leikjum er enn ólokið í umferðinni.

Reynir mætir liði Magna í næstu umferð á N1 vellinum í Sandgerði þann 30. maí.