Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn lögðu Hrunamenn í 2. deild karla
Reynismenn eru á leið í úrslitakeppnina
Laugardagur 7. mars 2015 kl. 16:00

Reynismenn lögðu Hrunamenn í 2. deild karla

Alfreð með stórleik í Sandkassanum

Reynismenn tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitakkepni  2. deildar karla í körfubolta með sannfærandi 101-68 sigri á liði Hrunamanna í ,,Sandkassanum" í gærkvöldi.

Fyrir leikinn gátu Reynismenn enn hafnað í þriðja sæti riðilsins og þar með tapað sætí sínu í úrslitakeppninni en lið Hrunamanna á inni leiki sem að hefðu getað fært þá upp fyrir Sandgerðinga. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn sem bar þess merki að leikurinn skipti miklu máli fyrir bæði lið þar sem heimavallarréttur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar var að veði. Reynismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og skorðu fyrstu 13 stig leiksins og lögðu grunninn að 12 stiga forystu í hálfleik, 42-30. 

Fljótlega í þriðja leikhluta dró enn meira í sundur með liðunum og í stöðunni 59-45 tóku heimamenn 12-0 skorpu og breyttu stöðunni í 71-45 og ljóst að ekki yrði litið í baksýnisspegilinn eftir þetta. 

Alfreð Elíasson átt stórleik fyrir Reynismenn og skilaði 32 stigum og tók 7 fráköst. Þá átti reynsluboltinn Rúnar Ágúst Pálsson flottan leik með 21 stig, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. 

Ingvi Steinn Jóhannsson er þjálfari Reynismanna og sagði í stuttu samtali við blaðið að það væri ekki lengur í höndum Reynismanna hvernig lokaniðurröðun í riðlinum væri. Lið ÍB á inni leiki sem geta fært þeim efsta sætið en að svo stöddu eru Reynismenn efstir og vonast eftir hagstæðum úrslitum til að fá heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Reynismenn mæta annaðhvort liði ÍG eða Leiknis í úrslitakeppninni sem hefst í lok mars.