Reynismenn leika í 1. deild
Nú er undanúrslitum 2. deildar karla lokið og voru leikirnir hörkuspennandi. Reynir Sandgerði lagði Fram í Kennaraháskólanum með einu stigi og mun því leika í 1. deild að ári. Í hinni viðureigninni þurfti að framlengja til að knýja fram úrslit. Þar var Augnablik á endanum sigurvegari gegn Leikni Reykjavík. www.kki.is greinir frá.
Það verða því Reynir og Augnablik sem mætast í úrslitaleik 2. deildar þann 14. apríl í Laugardalshöll en bæði lið hafa tryggt sér sæti í 1. deild karla að ári í stað Ármanns og ÍG.
Mynd KKÍ