Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn leika gegn ÍG í 4 liða úrslitum í kvöld
Föstudagur 8. apríl 2011 kl. 11:13

Reynismenn leika gegn ÍG í 4 liða úrslitum í kvöld

Reynir Sandgerði mætir ÍG í 4 liða úrslitum 2. deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík og hefst leikurinn kl. 18:00. Lið ÍG er talið eitt af sterkari liðunum í deildinni og því er ljóst að þetta verður erfiður róður fyrir Sandgerðinga.

Reynir sigruðu Patrek úr Kópavogi í 8 liða úrslitum með aðeins tveimur stigum en sigurkarfan kom þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Það lið sem sigrar í kvöld kemst í úrslitaleikinn sem fer fram helgina 14.-15. apríl n.k. og verður hann á hlutlausum velli.

Hægt verður að fylgjast með leiknum á kki.is.

Mynd: Siggi Jóns - [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024