Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn komnir í úrslit 2. deildar
Reynismenn eru komnir í úrslitaleik 2. deildar karla
Mánudagur 13. apríl 2015 kl. 15:40

Reynismenn komnir í úrslit 2. deildar

Spila til úrslita við Ármenninga 18. apríl

Körfuknattleikslið Reynis í Sandgerði sigraði lið Leiknis í æsispennandi leik í undanúrslitum 2. deildar karla s.l. föstudags í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Lokatölur urðu 63-60 fyrir Reynir sem kom til baka eftir að hafa verið undir stærstan part síðari hálfleiks.

Reynir mun mæta liði Ármanns í úrslitaleik þann 18. apríl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umfjöllun um leikinn má finna á heimasíðu Reynismanna.