Reynismenn innsigluðu sigurinn á vítalínunni
Reynismenn unnu 75-70 sigur á KV í 2. deild karla í körfubolta í gær. Leikurinn var í járnum allan tímann og var munurinn aldrei mikill. Reynismenn höfðu forstkot í hálfleik, 39-34 en Sandgerðingar náðu mest 12 stiga forystu um miðjan þriðja leikhluta. Gestirnir náðu hins vegar að vinna það forskot niður og var staðan 67-66 ,Reyni í vil, þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir. Það voru svo þeir Rúnar Pálsson og Elvar Sigurjónsson sem innsigluðu sigurinn á vítalínuni undir lokin.
Rúnar skoraði 20 stig í leiknum og Alfreð Elíasson skoraði 12. Nánar á Reynir.is.