Reynismenn höfnuðu í 2. sæti 2. deildar
Tap gegn Ármenningum í úrslitaleiknum
Reynismenn léku um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild karla gegn Ármanni á laugardaginn í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Lokatölur urðu 83-78, Ármenningum í vil, en bæði lið höfðu tryggt sér sæti í 1. deild á næsta tímabili.
Leikur liðanna var jafn og spennandi allan leikinn og voru Ármenningar 1 stigi yfir í hálfleik, 41-40 og reyndust svo sterkari í síðari hálfleik og unnu að lokum 5 stiga sigur.
Sem áður segir hafa Reynismenn tryggt sér sæti í 1. deild karla á næsta tímabili og óskum við þeim til hamingju með þann glæsilega árangur.