Reynismenn glíma við falldrauginn
Reynismenn sóttu engin stig norður þegar þeir mættu Þórsurum í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 90-88 fyrir Þór en tæpara mátti það ekki standa fyrir Sandgerðinga. Heppnin hefur ekki verið með Reyni þetta tímabilið en liðið hefur aðeins sigrað tvo af 17 leikjum sínum. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir.
Tölfræðin:
Reynir S.: Guðmundur Auðunn Gunnarsson 30, Eyþór Pétursson 17, Egill Birgisson 16/11 fráköst, Ragnar Ólafsson 7/5 fráköst, Ólafur Geir Jónsson 7/5 stoðsendingar, Reggie Dupree 6, Elvar Þór Sigurjónsson 5/8 fráköst, Bjarni Freyr Rúnarsson 0, Hinrik Albertsson 0.
Þór Ak.: Darco Milosevic 26/11 fráköst, Sigmundur Óli Eiríksson 19, Óðinn Ásgeirsson 14/6 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 14/7 fráköst, Sindri Davíðsson 10, Vic Ian Damasin 4, Elías Kristjánsson 2/5 fráköst, Bjarni Konráð Árnason 1, Nökkvi Jarl Óskarsson 0, Páll Hólm Sigurðsson 0, Björn B. Benediktsson 0, Helgi Hrafn Halldórsson 0.