Reynismenn fallnir í 3. deild
Eftir 2-2 jafntefli og dramatík
Reynismenn eru fallnir í 3. deild í knattspyrnu karla eftir 2-2 jafntefli gegn Fjarðarbyggð á heimavelli sínum þegar liðin áttust við í lokaumferð 2. deildar. Það var þjálfarinn Egill Atlson sem skoraði bæði mörk Sandgerðinga í síðari hálfleik en þeir jöfnuðu eftir að hafa verið 0-2 undir. Bæði mörkin voru skallamörk eftir aukaspyrnur. Fjarðarbyggð sigraði 2. deildina og því var við ramman reip að draga fyrir Reynismenn í dag. Þeir börðust eins og ljón allt fram að síðustu sekúndu en urðu að sætta sig við jafntefli. Völsungar féllu einnig en Afturelding, Völsungur og Reynir Sandgerði enduðu öll með 22 stig. Afturelding var með besta markahlutfall þessara liða og halda sæti sínu í deildinni.
Egill skorar fyrra mark Sandgerðinga og minnkar muninn í 1-2.
Hér má svo sjá seinna mark Egils.
Magni fylgir fast á eftir til þess að hirða boltann úr netinu.
Sandgerðingar fagna vel enda vonarneisti kominn á þessum tímapunkti.
VF/myndir Eyþór Sæmundsson