Reynismenn fá toppliðið í heimsókn
Næstsíðasti heimaleikur sumarsins
Reynismenn taka á móti toppliði KV í 2. deild í knattspyrnu karla í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Sandgerðinga, N1-vellinum og hefst klukkan 18:00. Eins og flestir vita standa Sandgerðisdagar nú yfir. Því ættu áhorfendur ekki að láta sig vanta á þessum leik en þetta mun vera næstsíðasti heimaleikur Sandgerðinga í sumar.
Sandgerðingar eru í 10. sæti deildarinnar en þó sjö stigum frá fallsæti.