Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn fá þrjá nýja leikmenn
Laugardagur 29. júlí 2017 kl. 15:00

Reynismenn fá þrjá nýja leikmenn

Eru í neðsta sæti 3. deildar

Reynismenn í Sandgerði hafa  fengið þrjá nýja leikmenn til liðsins í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en liðinu hefur gengið afar illa og er í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrri helming mótsins.

Reynir Sandgerði hefur  fengið þrjá nýja leikmenn til liðsins í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en liðinu hefur gengið afar illa og er í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrri helming mótsins.

Dimitrije Pobulic,  Strahinja Pajic  og Igor Taskovic eru gengir til liðs við félagið. Pobulic er framliggjandi miðjumaður sem kemur frá OFK ODzaki í heimalandi sínu Serbíu. Pajic er króatískur varnarmaður en hann kemur frá TSV Vatanspor Bad Homburg í Þýskalandi. Igor Taskovic er miðjumaður og kemur frá Fjölni en hann lék 7 leiki með liðinu í sumar en var þar á undan hjá Víkingi í Reykjavík í fjögur ár. Hann er reynslumikill 35 ára leikmaður.
Reynismenn eru fimm stigum frá öruggu sæti í 3. deildinni en framundan er mikilvægur leikur gegn Dalvík/Reyni á morgun.
 og Igor Taskovic eru gengir til liðs við félagið. Pobulic er framliggjandi miðjumaður sem kemur frá OFK ODzaki í heimalandi sínu Serbíu. Pajic er króatískur varnarmaður en hann kemur frá TSV Vatanspor Bad Homburg í Þýskalandi. Igor Taskovic er miðjumaður og kemur frá Fjölni en hann lék 7 leiki með liðinu í sumar en var þar á undan hjá Víkingi í Reykjavík í fjögur ár. Hann er reynslumikill 35 ára leikmaður.
Reynismenn eru fimm stigum frá öruggu sæti í 3. deildinni en framundan er mikilvægur leikur gegn Dalvík/Reyni í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024