Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn drógust gegn úrvalsdeildarliði - Grindavík fer norður
Þriðjudagur 12. júní 2012 kl. 09:37

Reynismenn drógust gegn úrvalsdeildarliði - Grindavík fer norður



Í gær var dregið í 16-liða úrslitum í Borgunar-bikarnum í knattspyrnu karla. Tvö Suðurnesjalið eru eftir í keppninni en það eru Grindvíkingar og Reynir Sandgerði. Grindvíkingar heimsækja 1. deildarlið KA á Akureyri en Sandgerðingar leika á gervigrasinu í Garðabæ gegn sterku úrvalsdeildarliði Stjörnunnar.

Hér að neðan má sjá leikina sem fara fram í 16-liða úrslitum:

Selfoss - KB
Afturelding - Fram
KA - Grindavík
Stjarnan - Reynir Sandgerði
KR - Breiðablik
Víkingur Ólafsvík/ÍBV - Höttur
Þróttur - Valur
Víkingur R. - Fylkir

Einnig var dregið hjá konunum og þar voru Keflvíkingar í pottinum. Þær munu leika á heimavelli gegn Þór/KA.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024