Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn bjóða frítt á völlinn í sumar
Það verður frítt að mæta á völlinn í Sandgerði í sumar
Laugardagur 2. maí 2015 kl. 12:00

Reynismenn bjóða frítt á völlinn í sumar

80 ára afmæli félagsins ár árinu

Knattspyrnudeild Reynis hefur ákveðið að bjóða frítt á Sandgerðisvöll í sumar í tilefni af 80 ára afmæli félagsins á árinu.

Knattspyrnudeildin ætlar þó selja stuðningsmannakort sem gilda í hið margrómaða hálfleikskaffi þar sem boðið verður upp á súpu, kökur og aðrar veitingar á meðan leikjum stendur í sumar. Hálfleikshappdrætti verður á sínum stað í einhver skipti. Kortinu fylgir einnig glæsilegur Reynistrefill.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verðið á kortinu í ár er 5000kr. Og geta þeir sem hafa áhuga á að næla sér í eitt stykki haft samband við Marinó í síma 696-2677 eða sent póst á Sigurpál á [email protected]