Krónan
Krónan

Íþróttir

Reynismenn auka forystu sína á toppnum
Kristófer Páll Viðarsson er markahæstur í 3. deild með tíu mörk. VF/JPIK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 14. júlí 2023 kl. 09:19

Reynismenn auka forystu sína á toppnum

Reynismenn unnu í gær mikilvægan sigur á Augnabliki í toppbaráttu 3. deildar karla í knattspyrnu. Augnablik er í þriðja sæti deildarinnar og var fjórum stigum á eftir Reyni fyrir leikinn en með sigrinum munar nú sjö stigum á liðunum. Reynir er með 28 stig á toppnum og Víðismenn eru í öðru sæti með 22 stig en þeir eiga leik gegn Kormáki/Hvöt á morgun, laugardag, og geta minnkað muninn í þrjú stig.

Fyrri hálfleikur var markalaus og það var ekki fyrr en á 73. mínútu að fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var markaskorarinn Kristófer Páll Viðarsson að verki en hann skoraði tíunda mark sitt í deildinni og er markahæstur.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Augnablik jafnaði leikinn skömmu fyrir leikslok (85') með marki úr víti en fyrirliði Reynismanna, Benedikt Jónsson, tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma (90'+1).

Benedikt skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.