Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn aftur á jörðina
Mánudagur 29. júlí 2013 kl. 12:37

Reynismenn aftur á jörðina

Eftir fjóra sigurleiki í röð var Reynismönnum loks komið aftur á jörðina um helgina. Þá töpuðu þeir á heimavelli sínum 1-2 gegn liði Sindra í 2. deild. 

Jóhann Magni Jóhannsson skoraði mark Reynismanna á 68. mínútu eftir að gestirnir hörfðu komist yfir. Skömmu eftir mark Reynis skoruðu gestirnir aftur og þar við sat. Eftir leikinn sitja Sandgerðingar í 8. sæti deildarinnar með 16 stig. Einu sæti neðar sitja Njarðvíkingar með 15 stig. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024