Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynismenn áfram í Borgunarbikarnum
Þriðjudagur 5. maí 2015 kl. 17:00

Reynismenn áfram í Borgunarbikarnum

Víðismenn úr leik

Reynir Sandgerði komst auðveldlega í gegnum 1. umferð Borgunarbikarsins þegar liðið skellti Ísbirninum á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi. Lokatölur urðu 0-9 fyrir Reyismenn eftir að staðan var 0-3 í hálfleik.

Sindri Lars Ómarsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og alls þrjú mörk í leiknum. Margeir Felix Gústavsson skoraði tvö, Jóhann Magni Jóhansson, Pétur Þór Jaidee, Birkir Freyr Sigurðsson og Magnús Einar Magnússon skorðu allir sitt markið hvor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reynismenn fá 1. deildar lið Selfyssinga í heimsókn i næstu umferð bikarsins og verður sá leikur þann 19. maí n.k.

Víðir í Garði lék gegn liði Kríu í Reykjaneshöllinni og varð að bíta í það súra epli að detta úr leik í bikarnum eftir framlengdan leik, 1-2.

Víðismenn lentu undir á 79. mínútu en Helgi Þór Jónsson jafnaði metin á 90. mínútu og tryggði það með Víðismönnum framlengingu.

Jafnt var eftir fyrri hálfleik framlengingar en Kría tryggði sér sigur með marki 8 mínútum fyrir lok framlengingar en liðið lék manni færri alla framlenginguna.

Víðismenn eru þar með úr leik í bikarnum en bæði Víðir og Reynir munu leika í 3. deildinni í sumar og leika bæði lið sína fyrstu leiki laugardaginn 16. maí þegar Víðir sækir Kára heim á Akranes og Reynismenn fá Völsung í heimsókn.