Reynismenn áfram
Reynir Sandgerði er komið í fjórðungsúrslit eftir 3-2 sigur gegn Hvöt í framlengdum leik í kvöld. Leikurinn sem fram fór á Sandgerðisvelli var annar leikur liðanna en Sandgerðingar sigruð 1-2 í fyrri leiknum.
Hvöt hafði betur, 1-2, eftir venjulegan leiktíma í Sandgerði í kvöld og því þurfti að framlengja. Heimamenn gerðu svo tvö mörk í framlengingunni og tryggðu sér þátttökurétt í fjórðungsúrslitum 3. deildar.
Myndir og nánar um leikinn síðar í kvöld...