Reynismenn á toppnum í B-riðli
Körfuknattleikslið Reynis hefur staðið sig ótrúlega vel í 2. deild karla í vetur og trjónir nú á toppnum í B-riðli með 13 sigra og einungis 2 tapleiki. Næsti leikur Reynismanna er við ÍBV þann 26. mars næstkomandi í Vestmannaeyjum, en leiknum á milli þessara liða hefur verið frestað oftar en einusinni áður á tímabilinu. Bæði lið binda vonir um að ferðaveður verði gott næstu helgi en leikurinn gerir Reynismönnum ljóst, hvaða lið þeir fá í úrslitakeppni annarar deildar.
Sigur gegn ÍBV tryggir Reynismönnum 2. sæti en ósigur gæti þýtt 3 sæti. Möguleikar á fyrsta sæti í riðlinum eru fólgnar í því að HK tapi stigum í lokaleikjum sínum. Lið númer 1 í riðlinum spilar gegn liði númer 4 í hinum riðlinum og lið númer 2 fær lið númer 3.
Sigur í leiknum gegn ÍBV þýðir heimaleik við Patrek (Reykjavík) eða Stálúlf (Kópavogi). En tap þýðir að öllum líkindum leikur við ÍA upp á Akranesi. En ÍBV og HK eiga bæði leiki til góða þannig að staðan getur breyst snögglega.
VF-Mynd: Siggi Jóns
www.245.is