Reynisdagur í Sandgerði á laugardaginn
Reynisdagurinn fer fram í Sandgerði á laugardag og hefjast herlegheitin strax kl. 10:00 um morguninn þegar Reynismenn koma saman og tippa á leiki helgarinnar.
Kl. 10:30 ætlar mfl. karla í knattspyrnu að spila leik gegn Hvíta Hernum á grasinu aftan við íþróttahúsið.
Kl. 14:00 mætast í körfuboltaleik í íþróttahúsinu, mfl. karla í fótbolta og mfl. karla í körfubolta. Aðgangseyrir að þeim leik er 500kr og rennur aðgangseyririnn óskiptur til Íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, Nes. Hvetjum fólk til að mæta og fylgjast með skemmtilegum leik.
Kl. 16:00 ætlar unglingaráð knattspyrnudeildar að grilla fyrir öll börn í Sandgerðisbæ. Grillveislan fer fram í Reynisheimilinu.
Herrakvöld knattspyrnudeildar fer svo fram í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldið. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst borðhald klukkustund síðar. Þar er í boði:
· Stórglæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Gunna Óskars
· Ræðumaður kvöldsins er Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður
· Gísli Einarsson skemmtir
· Veislustjóri er fyrrum fyndnasti maður Íslands, Sveinn Waage
· Glæsilegt búninga- og málverkauppboð sem meðal annars inniheldur áritaða Portsmouth treyju frá Hemma Hreiðars og glæsilegt málverk frá Tolla
· Veglegt happadrætti – meðal vinninga eru ferðavinningar frá Icelandair og IcelandExpress
Miðaverð á Herrakvöld er einungis 4000kr.
Miðapantanir eru hafnar hjá Kristjáni í síma 899-9580 og Sigurpáli í síma 865-1420.