Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir/Víðir eignast bíl
Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 10:14

Reynir/Víðir eignast bíl

Unglingaráð Reynis/Víðis keypti á dögunum Ford Transit hópferðabíl til þess að flytja iðkendur sína á milli keppnis-og æfingastaða. Fjölmörg fyrirtæki hafa stutt við bakið á unglingaráðinu og gert þeim kleift að eignast þennan myndarlega farskjóta. Í samtali við Þráinn Maríusson, formann Unglingaráðs Reynis, kemur fram að reksturinn sé mjög erfiður og því hafi þessi leið verið farin að festa kaup á sínum eigin bíl með það að markmiði ná niður ferðakostnaði félaganna. „Það hefur farið gríðarlega mikil vinna í bílinn sjálfan og fyrir hönd unglingaráðs Reynis/Víðis vil ég þakka öllum þeim er hönd lögðu á plóginn við að gera þetta mögulegt,“ sagði Þráinn í samtali við Víkurfréttir.

Bæði Sandgerðisbær og Garður hafa gefið Reyni/Víði fyrirheit um aðstoð við rekstur bílsins en að sögn Þráins gengur samstarfið milli Reynis og Víðis vel og sé árangur sumarsins best til þess fallinn að leggja mat á árangur samstarfsins.

VF-mynd/ Jón Björn: Þráinn Maríusson við umræddan bíl félaganna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024