Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir vann stórsigur á Hamri, 9-1
Mánudagur 16. ágúst 2004 kl. 10:25

Reynir vann stórsigur á Hamri, 9-1

Reynir frá Sandgerði vann ótrúlegan stórsigur á Hamri frá Hveragerði í 3. deildinni um helgina, 9-1. Leikurinn var sá síðasti í riðlakeppninni en

Eins og lokatölur gefa til kynna var leikurinn eign Reynis, sem lék á heimavelli, frá upphafi til enda. Þeir komust í 4-0 áður en Hamar svaraði með sínu fyrsta og eina marki á 27 mín. Í hálfleik var staðan 5-1 og seinni hálfleikur bauð upp á meira af því sama. Lokatölur voru, eins og fyrr sagði, 9-1 og Reynir virðist á mikilli siglingu þessar mundir.

Hafsteinn Ingvar Rúnarsson og Ari Gylfason skoruðu tvö mörk hvor en Sverrir Þór Sverrisson, Georg Birgisson, Marteinn Guðjónsson, Vilhjálmur Skúlason og Guðmundur Gísli Gunnarsson skoruðu eitt mark hvor.

Reynismenn luku því riðlakeppninni í efsta sæti riðilsins og mæta Magna frá Grenivík í undanúrslitum. Fyrri leikur liðanna fer fram á laugardaginn á Grenivík.
Mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024