Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Reynir vann fyrsta leikinn og Víðir nældi í stig
Laugardagur 17. maí 2008 kl. 10:41

Reynir vann fyrsta leikinn og Víðir nældi í stig

Keppni í 2. deild karla í knattspyrnu hófst í gærkvöldi þar sem Reynir Sandgerði hafði góðan útisigur en Víðir Garði gerði jafntefli á heimavelli.

 
Reynismenn heimsóttu Hamar í Hveragerði og báru 2-3 sigurorð af heimamönnum. Reynismenn komust í 3-0 með mörkum frá þeim Antoni Inga Sigurðssyni, Stefáni Erni Arnarsyni og Davíð Hallgrímssyni. Heimamenn í Hamri gerðu næstu tvö mörk og þar við sat.
 
Höttur frá Egilsstöðum mætti á Garðsvöll í gærkvöldi og þar kom Jón Karlsson gestunum í 0-1 en Knútur Rúnar Jónsson jafnaði metin fyrir Víði og fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 1-1.
 
Mynd: www.reynir.is  – Vilbogi M. Einarsson: Frá Grýluvelli í Hveragerði í gær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024