Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir tekur á móti toppliðinu í kvöld
Þriðjudagur 10. ágúst 2010 kl. 08:53

Reynir tekur á móti toppliðinu í kvöld


Grindavík og FH eigast við á Kaplakrikavelli í kvöld í 14. umferð Pepsideilar kvenna. Tiu lið spila í deildinni og er Grindavík í 7. sæti með 14 stig. FH situr í næst neðsta sætinu með sjö stig.

Á Sandgerðisvelli taka Reynismenn á móti Víkingi Ó. sem situr í efsta sæti 2. deildar karla. Það verður spennandi að sjá hvort Sandgerðingum takist að leggja toppliðið að velli en Reynir er í ágæts málum í deildinn í fimmta sæti með 21 stig og hefur góða möguleika á að komast ofar á stigatöfluna.
Víðir í Garði mætir ÍH á Ásvelli en leikurinn er þýðingarmikill í botnbaráttu 2. deildar karla. Liðin eru jöfn af stigum í neðstu sætum deildarinnar en Víðir á leik til góða og er í 10. sæti. ÍH er í 11. sæti en tólf lið leika í deildinni.

VFmynd/Sölvi Logason - Frá leik Reynis og Víðis á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024