Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 23. ágúst 2003 kl. 16:04

Reynir tapaði fyrir Hetti

Reynir í Sandgerði tapaði 5:2 fyrir Hetti Egilsstöðum í leik sem fram fór í Sandgerði í dag. Liðin mætast aftur nk. þriðjudag á Egilsstöðum og það lið sem kemur betur út úr þessum tveimur leikjum, spilar um sæti í 2. deild. Mikið rok var á Sandgerðisvelli í dag, en Hattarmenn skoruðu fjögur marka sinni í fyrri hálfleik þar sem vindurinn var þeim hagstæður. Í síðari hálfleik skoruðu svo Reynismenn tvö mörk í hagstæðum vindi. Reynismenn áttu þó aldrei möguleika í einbeitt lið Hattar og vonandi að Reynismenn spili betur í næsta leik.VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024