Reynir tapaði á heimavelli
Reynismenn náðu ekki að komast í toppsætið í 1. deild karla í kvöld. Þeir töpuðu öðrum leik sínum í vetur, nú á heimavelli fyrir Þór Þorlákshöfn, 81-84, en Þór er eina liðið sem hefur sigrað Reyni í vetur. Reynir er með 20 stig að loknum 12 umferðum en KFÍ er á toppnum með 22 stig eftir 13 umferðir.