Reynir sigraði toppliðið í 2. deild

Reynismenn unnu sanngjarnan 2-1 sigur á toppliði Hattar á N1-vellinum í Sandgerði um helgina. Fyrri hálfleikur var markalaus, en mörk frá Agli Jóhannssyni og Þorsteini Þorsteinssyni tryggðu sigur Sandgerðinga eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Hattarmenn sóttu meira í leiknum en Reynisliðið fékk fleiri og hættulegri marktækifæri.
Reynismenn eru nú komnir í toppbaráttuna með 18 stig eftir 9 leiki.
Staðan:






 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				