Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 24. janúar 2003 kl. 21:53

Reynir sigraði í uppgjöri toppliðanna í 1. deild

Reynir sigraði KFÍ, 91:78, í uppgjöri toppliða 1. deildar í körfuknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Sandgerði. Leikurinn var jafn til að byrja með en í 3. leikhluta tóku heimamenn að auka forskot sitt jafnt og þétt og sigurinn í höfn. Talsvert var af fólki í íþróttahúsinu í Sandgerði enda sjá bæjarbúar fram á spennandi tíma í körfunni þar í bæ og möguleika á úrvalsdeildarsæti.Eftir 10 umferðir í deildinni eru Reynismenn efstir með 18 stig en KFÍ kemur fast á hæla þeirra með 16.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024