Reynir Sandgerði úr leik í Mjólkurbikarnum
Reynir Sandgerði mætti Víking Reykjavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Víkingur leikur í Pespsi-deildinni en Reynir Sandgerði leikur í 4. deildinni. Víkingur komst í 0-1 forystu strax á 7. mínútu leiksins með marki frá Vladimir Tufegzic. Reynir skoraði á 11. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir Víking Reykjavík en Reynir spilaði skipulagðan og agaðan leik í fyrri hálfleik. Töluverð snjókoma og kuldi var á leiknum en hér á Suðurnesjum hefur veðrið verið ansi kaflaskipt í allan dag. Það ýmist snjóar eða sólin skín. Reynir gerir breytingu á liði sínu á 69. mínútu þegar Magnús Einar Magnússon kemur inn á fyrir Guðmund Marinó Jónsson, á 76. mínútu er gerð önnur breyting á liði Reynismanna þegar Daníel Bergmann Róbertsson kemur inn á fyrir Max Grammel.
Haraldur Freyr Guðmundsson féll að líta gula spjaldið á 90. mínútu og fékk hann spjaldið fyrir mótmæli. Víkingur gulltryggði sigur sinn á 90. mínútu þegar Örvar Eggertsson skoraði og lokatölur leiksins því 0-2 fyrir Víkingsmönnum og Reynir Sandgerði því úr leik í Mjólkurbikarnum í ár.
Mörk leiksins:
0-1 Vladimir Tufegdzic ('7)
0-2 Örvar Eggertsson ('90