Reynir Sandgerði tapaði fyrir Dalvík/Reyni
Reynir tapaði 2:1 fyrir Dalvík/Reynir í gær á Sandgerðisvelli. Það voru gestirnir að norðan sem skoruðu tvö fyrstu mörkin og var það Fannar Daði Malmquist Gíslason sem skoraði bæði mörkin fyrir Dalvík/Reyni. Tomislav Misuraem minnkaði muninn fyrir Reyni Sandgerði en lengra komust þeir ekki. Reynismenn eru með eitt stig eftir þrjá leiki og eru í næst neðsta sæti 3. deildar.