Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 16. ágúst 2001 kl. 10:05

Reynir Sandgerði sýndi yfirburði

Reynir úr Sandgerði lagði Hafnfirðingana í ÍH á þriðjudagskvöld í B-riðli 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Reynismenn náðu að skora 8 mörk á meðan ekkert skot Hafnfirðinganna rataði rétta leið.
Fyrsta mark leiksins kom strax á 2. mínútu en þar var Gunnar Davíð Gunnarsson á ferð, 5 mínútum seinna skoraði síðan Bjarki Dagsson. Þannig hélt leikurinn áfram en staðan í hálfleik var 0-5. Reynismenn héldu áfram uppteknum hætti í seinnihálfleik og í leikslok var staðan 0-8. Tveir leikmanna Í.H. voru reknir af velli í leiknum. Sá fyrri á 29. mínútu fyrir kjaftbrúk en sá síðari á 87. mínútu fyrir brot.
Eftir leikinn er Reynir í 3. sæti B-riðils með 25 stig, þremur stigum minna en KFS. Liðin mætast á Sandgerðisvelli laugardaginn 18. ágúst kl. 14:00, í hreinum úrslitaleik um það hverjir fylgja Njaðrvíkingum í úrslitakeppni 3. deildar. Sandgerðingar þurfa að vinna leikinn með þriggja marka mun til að komast upp fyrir Vestmannaeyjaliðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024